

Ralph Hasenhuttl þjálfari RB Leipzig í Þýskalandi er pirraður á Naby Keita miðjumanni félagsins og segir hann vanta allan stöðuleika.
Keita hefur nú þegar samið við Liverpool og mun ganga í raðir félagsins næsta sumar fyrir um 60 milljónir punda.
Keita var frábær á síðustu leiktíð en hefur ekki fundið taktinn á þessu tímabili.
,,Það er mjög mikilvægt að hann fari að spila af eðlilegri getu,“ sagði Hasenhuttl.
,,Naby er ekki með sama stöðuleika og í fyrra, ég er ekki þjálfari sem skamma leikmennina mikið.“