

Ryan Giggs fyrrum leikmaður Manchester United segir að það sé vandamál fyrir Marcus Rashford að hann fái ekki að spila sem framherji.
Flestir leikir Rashfor hjá United eru sem kantmaður en þegar hann sló í gegn hjá félaginu lék hann sem framherji.
Jose Mourinho treystir hins vegar mest á Romelu Lukaku sem fremsta mann.
,,Stærsta vandamál Rashford er að hans besta staða er sem fremsti maður,“ sagði Giggs.
,,Það virðist hins vegar vera þannig að hann komist ekkert á undan Lukaku.“
,,Hann var frábær sem framherji gegn Yeovil en hann mun ekki skora eins mikið af mörkum og Lukaku yfir heilt tímabil.“