

Mohamed Salah kantmaður Liverpool segist eiga í góðu sambandi við Jose Mourinho stjóra Manchester United.
Salah lék undir stjórn Mourinho hjá Chelsea en þar fékk hann lítið að spila.
Hjá Liverpool í ár hefur hann hins vegar slegið í gegn og raðað inn mörkum.
,,Við ræddum saman hjá Chelsea eftir að ég hafði verið á láni hjá Fiorentina,“ sagði Salah.
,,Við ræddum líka saman eftir leikinn gegn Manchester United á þessu tímabili, samband okkar er mjög gott.“
,,Fyrir þremur árum spilað ég ekki mikið en síðan ég kom til baka til Englands þá vildi ég sýna hvað ég er að gera vel.“