

Pierre-Emerick Aubameyang framherji Arsenal segir að endalaus símtöl frá Henrikh Mkhitaryan hafi sannfært hann um að ganga í raðir félagsins.
Báður gengu í raðir Arsenal í janúar, fyrst kom Mkhitaryan frá Manchester United og framherjinn frá Gabon kom í kjölfarið frá Dortmund.
,,Þetta er eins og að hitta bróður sinn og góðan vin aftur,“ sagði Aubameyang en þeir félagar léku saman hjá Dortmund.
,,VIð spiluðum saman áður og ég er virkilega ánægður með að spila með honum aftur.“
,,Hann hringdi oft í mig og spurði hvort ég ætlaði ekki að koma, ég sagi honum að fyrst yrði hann að láta mig vita hvort hann ætlaði að skrifa undir.“
,,Hann sagði mér að allt væri klárt og það var stór ástæða þess að ég kom líka.“