

West Ham United er í viðræðum um að fá Patrice Evra á frjálsri sölu til félagsins.
Nú segir Sky Sports frá því að Everton reyni einnig að fá Evra en hann er sagður frekar kjósa það að búa í London.
David Moyes vill reyna að fá inn menn þar sem það gekk illa í janúar.
Evra er án félags eftir að samningi hans við Marseille var rift. Hann sparkaði í stuðningsmann félagsins fyrir leik.
Evra þekkir vel til á Englandi en hann átti frábær ár með Manchester United.
Everton and West Ham want to sign Patrice Evra. At the moment Evra would prefer to move to London and sign for West Ham
— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) February 6, 2018