

Jose Mourinho stjóri Manchester United þarf að brjóta vonda hefð um næstu helgi ef ekki á illa að fara.
Mourinho hefur aldrei unnið deildarleik á St. James’ Park, heimavelli Newcastle.
United heimsækir Newcastle næsta sunnudag í ensku úrvalsdeildinni.
Á ferli sínum sem þjálfari hefur Mourinho ekki spilað fleiri leiki á einum útivelli án þess að vinna.
United má ekki við því að misstíga sig þar sem baráttan um Meistaradeildarsæti er afar hörð.