West Ham United er í viðræðum um að fá Patrice Evra á frjálsri sölu til félagsins.
David Moyes vill reyna að fá inn menn þar sem það gekk illa í janúar.
Evra er án félags eftir að samningi hans við Marseille var rift. Hann sparkaði í stuðningsmann félagsins fyrir leik.
Evra þekkir vel til á Englandi en hann átti frábær ár með Manchester United.
Margir lykilmenn West Ham eru meiddir og því vantar Moyes talsvert í breidd hópsins.