

Stjórn Chelsea mun hittast í dag og ræða málin, framtíð Antonio Conte mun án nokkurs vafa bera á góma.
Chelsea hefur litla þolinmæði gagnvart knattspyrnustjórum sínum þegar illa gengur og eru fljótir að reka þá úr starfi.
Nú er skúta Chelsea í miklum vandræðum og starf Conte er í hættu, sætið er sjóðandi heitt.
Chelsea tapaði 4-1 gegn Watford í gær og eftir það hafa enskir fjölmiðlar mikið velt framtíð kappans fyrir sér.
Þrátt fyrir að Conte sé með besta sigurhlutfall í sögu ensku úrvalsdeildinni ásamt Pep Guardiola.
Conte hefur unnið rúmlega 70 prósent af leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni en hann er á sínu öðru tímabili. Hann er samt í hættu á að missa starf sitt.
70.3% – Antonio Conte has the joint-best win rate of any manager in Premier League history (min 5 games), level with Pep Guardiola. Tension. pic.twitter.com/AxhxPCE5kw
— OptaJoe (@OptaJoe) February 6, 2018