

Hollenska knattspyrnusambandið hefur staðfest ráðningu sína á Ronald Koeman.
Koeman var rekinn frá Everton fyrir jól en hefur nú fengið nýtt starf.
Hann var aðstoðarþjálfari hollenska liðsins frá 1997 til 1998 en það var hans fyrsta starf í þjálfun.
Koeman hefur þjálfað í heimalandinu, Spáni, Portúgal og nú síðast á Englandi.
Hann var á sínum tíma frábær leikmaður og lék með Ajax og Barcelona.
OFFICIAL: Ronald Koeman has been named as the new head coach of the Netherlands national team, signing a four-and-a-half year deal. pic.twitter.com/tH6kc9cmPN
— Squawka News (@SquawkaNews) February 6, 2018