

Stjórn Chelsea mun hittast í dag og ræða málin, framtíð Antonio Conte mun án nokkurs vafa bera á góma.
Chelsea hefur litla þolinmæði gagnvart knattspyrnustjórum sínum þegar illa gengur og eru fljótir að reka þá úr starfi.
Nú er skúta Chelsea í miklum vandræðum og starf Conte er í hættu, sætið er sjóðandi heitt.
Chelsea tapaði 4-1 gegn Watford í gær og eftir það hafa enskir fjölmiðlar mikið velt framtíð kappans fyrir sér.
Enskir og spænskir fjölmiðlar segja að Luis Enrique fyrrum þjálfari Barcelona sé líklegastur til að taka við. Diario Sport segir að Enrique sé aðeins einu skrefi frá því að taka við.