

Riyad Mahrez kantmaður Leicester heldur áfram að skrópa á æfingar liðsins.
Mahrez er gjörsamlega brjálaður yfir því að hafa ekki fengið að fara til Manchester City á lokadegi félagaskiptagluggans.
City bauð 60 milljónir punda í Mahrez sem langaði mikið að fara til City.
Leicester vildi hins vegar nær 90 milljónum punda og hafnaði tilboði City. Við þetta er Mahrez brjálaður.
Hann hefur ekki mætt á æfingu í viku núna en Leicester reynir að sannfæra hann og umboðsmann hans um að mæta.