

Leeds United hefur staðfest ráðningu sína á Paul Heckingbottom sem knattspyrnustjóra félagsins.
Heckingbottom kemur til Leeds frá Barnsley þar sem hann hafði þjálfað í tvö ár.
Leeds rak Thomas Christiansen úr starfi á dögunum eftir lélegt gengi.
Heckingbottom gerir eins og hálfs árs samning við þetta gamla stórveldi.
Sem leikmaður lék Heckingbottom með Norwich, Bradford, Sheffield Wednesday og Barnsley.
✍️ | Leeds United are delighted to announce the appointment of Paul Heckingbottom as our new head coach
Read more ➡️ https://t.co/4IRwlLwBVd pic.twitter.com/VRSM24KYnr
— Leeds United (@LUFC) February 6, 2018