

6 febrúar er dagur sem aldrei gleymist í sögu Manchester United en árið 1958 átti sér stað hræðilegur atburður.
Munich harmleikurinn átti sér þá stað þegar 23 einstaklingar létust um borð í flugvél.
Flugvélin komst ekki á loft á flugbrautinni í Þýskalandi með hræðilegum afleiðingum.
Af þessum 23 sem létust voru 8 leikmenn United og þrír úr starfsliði félagsins.
Manchester City, erkifjendur United minnast þeirra sem féllu frá í dag með því að breyta samfélagsmiðlum sínum og minnast þeirra sem féllu frá.
,,#ACityUnited,“ skrifar félagið og segir þar að borgin standi saman í að minnast þeirra sem féllu frá.
🔵 #ACityUnited 🔴 pic.twitter.com/tncO7guCfq
— Manchester City (@ManCity) February 6, 2018
