75 milljóna punda varnarmaðurinn, Virgil van Dijk var ekki glaður eftir 2-2 jafntefli gegn Tottenham í gær.
Van Dijk var örlagavaldur enda braut hann á Erik Lamela í uppbótartíma og vítaspyrna dæmd af Jonathan Moss.
Van Dijk er þó á því að ekki hafi verið um vítaspyrnu að ræða en Spurs fékk tvær slíkar í leiknum.
,,Þetta var rangstæða í fyrsta vítinu, í öðru vítinu skellir Lamela sér svo fyrir framan mig. Það er ekki víti og það sama á við það fyrra, það er augljóslega ekki víti,“ sagði Van Dijk.
,,Kane dýfir sér en það talar enginn um það, þetta er dýfa í mínum bókum, hann var líka rangstæður.“