,,Þetta var magnaður leikur að horfa á,“ sagði Maurico Pochettino stjóri Tottenham eftir 2-2 jafntefli gegn Liverpool á Anfield í dag.
Mohamed Salah skoraði bæði mörk Liverpool í leiknum og kom liðinu tvisvar yfir.
Tottenham fékk tvær vítaspyrnur í leiknum en Harry Kane hafði klikkað á spyrnu fyrr í leiknum en fékk annað tækifæri. Virgil van Dijk braut þá á Erik Lamela, umdeild vítaspyrna sem línuvörðurinn dæmdi. Kane skoraði og tryggði Tottenham stig.
,,Ég var rólegur, við spiluðum svo vel. Mér líður eins og við höfum tapað tveimur stigum, við vorum miklu, miklu betri en Liverpool.“
,,Þetta voru báðir réttir vítapsyrnudómar, það var ekkert umdeilt við þetta. Það eru margir sem væla yfir dómurum en það er gott að segja þeim þegar þeir gera vel.“