,,Þetta voru tvö lið með rosaleg gæði og bæði vildu vinna, úrslitin réðust á ákvörðun línuvarðarins,“ sagði Jurgen Klopp stjóri Liverpool eftir 2-2 jafntefli gegn Tottenham í dag.
Mohamed Salah skoraði bæði mörk Liverpool í leiknum og kom liðinu tvisvar yfir.
Tottenham fékk tvær vítaspyrnur í leiknum en Harry Kane hafði klikkað á spyrnu fyrr í leiknum en fékk annað tækifæri. Virgil van Dijk braut þá á Erik Lamela, umdeild vítaspyrna sem línuvörðurinn dæmdi.
,,Ég má ekki ræða við dómarann fyrr en hálftíma eftir leik, þetta var rangstæða í fyrra vítinu. Van Dijk snertir Lamela í seinna vítinu en hann vildi fá snertinguna og beið eftir henni. Dómarinn vildi stela sviðsljósinu.“
,,Við áttum frábær augnablik í leiknum, við hefðum getað varist betur. Það er erfitt að taka þessum úrslitum eftir allar þessar ákvarðanir.“