,,Ég er svekktur með fyrra vítið og þeir skora svo beint í andlitið á okkur, það var erfitt,“ sagði Harry Kane framherji Tottenham eftir 2-2 jafntefli við Tottenham.
Kane skoraði mark númer 100 í ótrúlegu 2-2 jafntefli gegn Liverpool en hann jafnaði þá leikinn í uppbótartíma.
Kane hafði klikkað á spyrnu fyrr í leiknum en fékk annað tækifæri. Virgil van Dijk braut þá á Erik Lamela, umdeild vítaspyrna sem línuvörðurinn dæmdi.
,,Ég beið til guðs að fá annað færi og sem betur fer kom annað tækifæri. Frábær ákvörðun hjá línuverðinum í seinna vítinu.“
,,Dómarinn gaf ekki vítaspyrnuna en línuvörðurinn steig upp og tók rétta ákvörðun fyrir þá. Ég tók nokkra djúpa andadrætti fyrrir seinna vítið, það var frábært að skora og ná 100 markinu í ensku úrvalsdeildinni.“