Það var hart barist í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni á Selhurts Park.
Rafa Benitez mætti þá með lærisveina sína í Newcastle í heimsókn til Roy Hodgson og lærisveina hans í Crystal Palace.
Mohamed Diame skoraði eina markið í fyrri hálfleik og kom gestunum frá Newcastle yfir.
Það var svo Luka Milivojevi sem jafnaði leikinn fyrir heimamenn í Palace.
Palace voru miklu sterkari andstæðingurinn á lokasprettinum en tókst ekki að skora.