Pierre-Emerick Aubameyang hefur skorað sitt fyrsta mark fyrir Arsenal en markið hefði þó aldrei átt að standa.
Arsenal er að vinna Everton 4-0 en fyrri hálfleikur er enn í gangi.
Henrikh Mkhitaryan sendi boltann inn fyrir vörn Everton en Aubameyang var talsvert fyrir innan. Ekkert var hins vegar dæmt.
Aubameyang kláraði færið sitt svo frábærlega, mark í fyrsta leik.