,,Við vorum alltaf með stjórn á leiknum,“ sagði Jose Mourinho stjóri Manchester Untied eftir 2-0 sigur á Huddersfield í dag.
Romelu Lukaku og Alexis Sanchez sáu um að skora mörkin en þau komu bæði í síðari hálfleik.
,,Það var 0-0 í hálfleik en vorum líklega 85 prósent með boltann. Við gerðum sömu hluti í síðari hállfiek og varnarlína okkar var aldrei í vandræðum.“
,,Við urðum að vera rólegir, halda áfram að spila hratt og setja pressu á þá. Við urðum að brjóta niður Berlínarmúrinn sem var vel skipulagður af David Wagner.“
,,Það var gaman fyrir Sanchez að vinna leikinn, sá fyrsti á heimavelli. Gaman fyrir hann að skora, ekkert draumamark en mark. Hann sýndi vilja og ánægju í leik sínum.“