fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433

Paul Scholes með áhugaverð ummæli um Luke Shaw

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. mars 2018 21:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United er að ganga í gegnum erfiða tíma.

Hann var í byrjunarliði United á dögunum sem vann 2-0 sigur á Brighton í enska FA-bikarnum en Jose Mourinho ákvað að taka hann af velli í hálfleik.

Mourinho gagnrýndi hann svo harkalega eftir leikinn en Paul Scholes, fyrrum miðjumaður félagsins segir að Shaw geti orðið besti bakvörður heims, ef hann yfirgefur Manchester United.

„Ég tel að hann geti orðið besti bakvörður heims einn daginn,“ sagði Scholes.

„Hann gæti farið til Tottenham í sumar þar sem hann getur bætt leik sinn. Stundum fá stjórar einhverja flugu í hausinn að einhver leikmaður henti þeim ekki. Hann getur átt frábæran leik en samt gagnrýnir stjórinn hann.“

„Þetta eru vonbrigði því það voru allir mjög spenntir fyrir því þegar hann kom til félagsins. Ég tel að hann muni fara í sumar, hann á enga framtíð hjá félaginu á meðan Mourinho er knattspyrnustjóri.“

„Ég er alveg viss um að hann verði seldur í sumar,“ sagði Scholes að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni tjáir sig um fréttirnar í vikunni – „Þetta er eitthvað mesta alkóhólista- og ofbeldissamband sem ég hef séð“

Máni tjáir sig um fréttirnar í vikunni – „Þetta er eitthvað mesta alkóhólista- og ofbeldissamband sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

„Mikilvægt að þeir kynnist mér strax svo við þurfum ekki að eyða dýrmætum tíma í það í haust“

„Mikilvægt að þeir kynnist mér strax svo við þurfum ekki að eyða dýrmætum tíma í það í haust“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Máni baunar á yfirvöld: 500 milljóna framkvæmd breyti ekki staðreyndum málsins – „Þetta er engum að kenna nema stjórnmálamönnum“

Máni baunar á yfirvöld: 500 milljóna framkvæmd breyti ekki staðreyndum málsins – „Þetta er engum að kenna nema stjórnmálamönnum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim með sleggju – Segist vita hvað þarf að laga í sumar

Amorim með sleggju – Segist vita hvað þarf að laga í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Þorkell Máni fer á kostum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Þorkell Máni fer á kostum
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með
433Sport
Í gær

Sturlaðir yfirburðir Ronaldo – Þetta voru tíu launahæstu íþróttamenn síðasta árs

Sturlaðir yfirburðir Ronaldo – Þetta voru tíu launahæstu íþróttamenn síðasta árs
433Sport
Í gær

Óvæntur framherji orðaður við Liverpool

Óvæntur framherji orðaður við Liverpool