fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433

Virgil van Dijk: Ég hefði átt að gera betur í seinna markinu

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 10. mars 2018 15:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tók á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Það var Marcus Rashford sem skoraði bæði mörk United í fyrri hálfleik en sjálfsmark frá Eric Bailly reyndist eina mark Liverpool í dag.

Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool var svekktur með tapið og ósáttur með sjálfan sig í öðru marki United.

„Við komum okkur í vandræði. Ég hefði átt að gera betur í öðru markinu, ég bjóst ekki við því að fá boltann í mig þarna,“ sagði varnarmaðurinn.

„Hann skaust í mig þannig að þetta var smá óheppni líka. Þeir leyfðu okkur að vera með boltann og sátu til baka á eigin heimavelli, sérstaklega í seinni hálfleik og beittu skyndisóknum.“

„Við vorum í slæmum málum í seinni hálfleik og getum bara sjálfum okkur um kennt. Við þurfum að skoða vel hvað fór úrskeiðis í fyrri hálfleik,“ sagði Van Dijk að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot