fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433

Jurgen Klopp: Þetta var klárt víti

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 10. mars 2018 14:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tók á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Það var Marcus Rashford sem skoraði bæði mörk United í fyrri hálfleik en sjálfsmark frá Eric Bailly reyndist eina mark Liverpool í dag.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool var svekktur með að fá ekkert út úr leiknum og vildi fá vítaspyrnu í síðari hálfleik.

„Við verðum að verjast betur, það er klárt mál. Lukaku getur alltaf unnið skallabolta en við þurfum að passa upp á plássið sem myndast fyrir aftan hann,“ sagði Klopp.

„Það er alltaf erfitt að lenda undir, hvað þá 2-0 undir og við náðum aldrei að koma okkur inn í leikinn í fyrri hálfleik. Við vorum að elta leikinn í síðari hálfleik sem er mjög erfitt að gera gegn liði eins og Manchester United.“

„Við áttum að fá víti þegar Fellaini braut á Mane og á svona augnablikum verður dómarinn að taka rétta ákvörðun. Þegar allt kemur til alls snýst þetta um úrslitin og við töpuðum í dag,“ sagði Klopp að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot