fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433

Fyrrum leikmaður Liverpool telur að Sanchez muni aldrei slá í gegn hjá United

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. mars 2018 22:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dietmar Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool hefur enga trú á því að Alexis Sanchez muni slá í gegn hjá Manchester United.

Sanchez kom til félagsins í janúarglugganum í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan og er í dag launahæsti leikmaður liðsins.

Hann hefur hins vegar ekki farið af stað með þeim látum sem fólk átti von á og segir Hamann að hann hafi ekki trú á því að hann muni slá í gegn.

„Ég er ekki viss um að hann muni gera sömu hluti með United og hann gerði með Arsenal á sínum tíma,“ sagði Hamann.

„Hann er að nálgast þrítugt, hann er leikmaður sem treystir mikið á kraftinn og orkuna og það er farið að draga af honum, það sést á leik hans.“

„Fyrir mér er hann ekki sami leikmaður í dag og þegar hann kom fyrst til Arsenal árið 2014,“ sagði Hamann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Í gær

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig