fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
433

Heimir: Siggi Dúlla stal sviðsljósinu af Alberti

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 14. janúar 2018 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Þetta verkefni gefur mörgum leikmönnum reynslu, þetta fer í reynslubankann,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands eftir 4-1 sigur á Indónesíu í æfingarleik í dag.

Albert Guðmundsson skoraði þrennu og Arnór Smárason eitt mark í sigrinum.

,,Þetta var flott stemming, þetta var stærsti leikurinn sem margir hafa spilað. Mikið af áhorfendum og stórt verkefni, þetta hjálpar inn í framtíðina. Þetta hafa verið flottir átta dagar til að fara yfir hlutina, ég sá mun á þessum leik og þeim fyrri er varðar skipulag og þá hluti sem við viljum gera.“

,,Fyrri hálfleikurinn var kannski ekki góður, sendingar voru ekki góðar. Við vorum með tvo stóra framherja og vildum svolítið sparka á þá en boltarnir voru ekki góðir. Í síðari hálfleik var ákveðið að spila meira á jörðinni og það gekk miklu betur.“

Það eru ekki bara leikirnir sem skipta máli heldur horfir Heimir mikið í það hvernig leikmenn eru á æfingum og utan vallar.

,,Þú getur ekki alltf metið leikmenn nema að vera þeim í svona ferð, sjá hvernig þeir eru hóp og hvernig menn eru í því umhverfi sem við erum með. Hvernig þeir passa í leikstíl okkar.“

Eins og fyrr segir stal Albert Guðmundsson sviðljósinu í dag eða hvað?

,,Hann gerði í seinni hálfleik það sem var lagt upp með, var framarlega á vellinum og gerði vel. Þar er hann hættulegur, hann var að koma of langt niður á völlinn og fara í hlutverk sem aðrir eiga að sinna. Hann fékk margar mínútur núna, hann hefur aðlagast því sem við erum að reyna að gera og uppskar eftir því. Það er samt hundleiðinlegt að skora þrennu en Siggi Dúlla stelur sviðsljósinu, það eru allir að tala um Sigga en ekki neinn um Albert, „sagði Heimir léttur og átti þar við að Siggi hefði stjórnað víkingaklappinu eftir leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal sendir fyrirspurn til Real Madrid

Arsenal sendir fyrirspurn til Real Madrid
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

City ætlar að setja allt í botn til að fá Gibbs-White

City ætlar að setja allt í botn til að fá Gibbs-White
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta verða árslaun Trent hjá Real Madrid – Ofan á þetta bætist svo slatti

Þetta verða árslaun Trent hjá Real Madrid – Ofan á þetta bætist svo slatti
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kveikti í eftir fréttir dagsins – Sjáðu myndbandið

Kveikti í eftir fréttir dagsins – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfest að Trent fer frítt frá Liverpool í sumar

Staðfest að Trent fer frítt frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona fagnaði Harry Kane þegar hann loksins vann titil

Svona fagnaði Harry Kane þegar hann loksins vann titil
433Sport
Í gær

Saka á sér draum

Saka á sér draum
433Sport
Í gær

Besta deildin: Patrick með sjálfsmark er FH fór illa með Valsmenn

Besta deildin: Patrick með sjálfsmark er FH fór illa með Valsmenn