fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
433

Plús og mínus – Sex með sitt fyrsta landsliðsmark

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. janúar 2018 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland vann öruggan 6-0 sigur á Indónesíu í æfingarleik sem var að ljúka.

Leikurinn fór fram við afar erfiðar aðstæður en í síðari hálfleik rigndi eldi og brennisteini.

Ísland leiddi 2-0 þegar hlé var gert á leiknum í síðari hálfleik vegna þess að þrumur heyrðust í nágrenninu.

Andri Rúnar Bjarnason, Kristján Flóki Finnbogason, Óttar Magnús Karlsso, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Hjörtur Hermansson og Hólmar Örn Eyjólfsson skoruðu mörk Íslands. Allir voru að skora sitt fyrsta mark.

Plús og mínus er her að neðan.

Plús:

Frammistaða Alberts Guðmundssonar sýndi að þar eru miklir hæfileikar á ferð sem gætu verið X-Factor á HM í Rússlandi. Fer hann með á HM?

Andri Rúnar Bjarnason hengdi ekki haus eftir að hafa klikkað á vítaspyrnu, hann skoraði skömmu síðar sitt fyrsta landsliðsmark.

Sex leikmenn skoruðu sitt fyrsta landsliðsmark í dag, Andri Rúnar, Kristján Flóki, Óttar Magnús og Tryggvi Hrafn, Hjörtur Hermannsson og Hólmar Örn. Skemmtileg stund fyrir þá.

Mínus:

Aðstæður til að spila knattspyrnu voru skelfilegar í síðari hálfleik, endalaus rigning sem gerði leikmönnum erfitt fyrir.

Spilamennska Íslands í fyrri hálfleik var ekki góð gegn afar slöku liði Indónesíu.

Leikur gegn jafn slöku liði og lið Indónesíu var í dag gefur fá svör og lítið sem hægt er að lesa úr leiknum fyrir komandi átök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid ætlar að kaupa sex leikmenn í sumar og margir koma til greina

Real Madrid ætlar að kaupa sex leikmenn í sumar og margir koma til greina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Margir hissa á brottrekstrinum – Yfir tuttugu sem hafa verið reknir á þrettán árum

Margir hissa á brottrekstrinum – Yfir tuttugu sem hafa verið reknir á þrettán árum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þynnkan hrellir Liverpool – Gerðist í annað sinn á fimm árum

Þynnkan hrellir Liverpool – Gerðist í annað sinn á fimm árum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun