Menn nota ýmsar aðferðir til að koma stjórnmálaskoðunum sínum á framfæri. Segja má að Víkverji Morgunblaðsins hafi farið á kostum í vikunni í pistli þar sem fyrsti stafur í hverri málsgrein myndaði orðið: Kjósum X-D. Ekki er vitað hver höfundur hins smellna pistils er, en það eru blaðamenn á ritstjórn sem skiptast á að skrifa dálkinn. Eitt er þó víst og það er að Davíð Oddsson er ekki höfundurinn, þótt pistlahöfundur deili greinilega stjórnmálaskoðunum hans.