fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Sport

Hermann tók stjórnarmann ÍBV hálstaki: „Menn bregðast bara misvel við tapi“

Hermann Hreiðarsson bálillur eftir leik Fylkis og ÍBV

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 16. maí 2016 21:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis og fyrrverandi leikmaður ÍBV og íslenska landsliðsins, var bálillur eftir tap sinna manna gegn ÍBV í Pepsi-deild karla í fótbolta í dag. Tók hann Hannes Gústafsson, stjórnarmann ÍBV, hálstaki.

Vísir greinir frá þessu og birtir myndir af atvikinu.

Í samtali við Vísi vildi Hannes ekki gera mikið úr atvikinu, sagði að Hermann hefði átt það til að taka menn hálstaki og hann erfi þetta ekki við hann.

„Hermann tók mig hálstaki. Hann hefur átt það til að gera þetta við marga í gegnum tíðina og hann gerði það aftur núna. Ætli hann hafi ekki bara verið tapsár,“ sagði Hannes og bætti við að þetta væri hans stíll.

„Mér þykir samt jafnvænt um hann og áður. Menn bregðast bara misvel við tapi. Ég vona bara að hann noti orkuna sína frekar í að halda Fylki gangandi. Ég óska honum velfarnaðar í því.“

Myndir og nánari umfjöllun má sjá á vef Vísis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seldi 70 þúsund treyjur á einum degi

Seldi 70 þúsund treyjur á einum degi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Náði myndbandi af Rashford á flugvellinum

Náði myndbandi af Rashford á flugvellinum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Þrjú lið á toppnum með 30 stig eftir sigur Vals í Víkinni

Besta deildin: Þrjú lið á toppnum með 30 stig eftir sigur Vals í Víkinni
433Sport
Í gær

Napoli virðist ætla að vinna kapphlaupið við United

Napoli virðist ætla að vinna kapphlaupið við United
433Sport
Í gær

Afinn heyrði af komu Mourinho og hringdi strax í leikmanninn – ,,Sagði mér að fara og það strax“

Afinn heyrði af komu Mourinho og hringdi strax í leikmanninn – ,,Sagði mér að fara og það strax“
433Sport
Í gær

Langaði ekkert meira en að kýla dómarann í andlitið – ,,Ekki séð annað eins í mínu lífi“

Langaði ekkert meira en að kýla dómarann í andlitið – ,,Ekki séð annað eins í mínu lífi“