fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Sport

Íslendingar gjörsigra Evrópu- og Afríkuleikana

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. maí 2016 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgvin Karl Guðmundsson og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir tortímdu allri samkeppni á Evrópu- og Afríkuleikunum í CrossFit Madríd á Spáni í dag, þegar þau hirtu titlana hrausasti maður og hraustasta kona Evrópu og Afríku. Sara og Björgvin voru þó ekki einu Íslendingarnir sem létu til sín taka í dag – yfirburðir Íslands í íþróttinni eru slíkir að réttar væri að segja að þessi álfukeppni hafi fyrst og fremst snúist um styrk, atgervi og snerpu þeirra 28 Íslendinga sem skráðir voru til keppni.

“Ég tek alla vega eina viku núna, bara til þess að taka mig saman – til þess að slaka á,” sagði Björgvin Karl þegar DV tók hann tali rétt áður en síðasta keppni dagsins var haldin. “Þá er maður bara að fara að spá í Games – hvenær við förum út og hvernig við ætlum að gera þetta – eins og við gerðum í fyrra.”

Björgvini Karli var krýndur Evrópu- og Afríkumeistari í CrossFit 2016.
Björgvini Karli var krýndur Evrópu- og Afríkumeistari í CrossFit 2016.

Hér má sjá viðtal við nýkrýndan Evrópu- og Afríkumeistara, Björgvin Karl Guðmundsson:

Íslenskar konur sigursælar

Annie Mist Þórisdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, hirti 2. sætið í kvennaflokki álfukeppninnar. Fast á hæla hennar kom Þuríður Erla Helgadóttir, sem hafnaði í 5. sæti mótsins. Frábær árangur þeirra beggja skilaði þeim örugglega inn á heimsleikana – CrossFit Games – sem fara fram í Carson í Kaliforníu í júlí.

“Sigur hér og sigur á Games,” svaraði Björgvin aðspurður um hvað hygðist fyrir á heimsleikunum ef honum tækist ætlunarverk sitt að sigra álfukeppnina. “Ég veit alveg á hvað ég get keyrt hart og hvenær ég þarf að bakka aðeins og elta í staðinn fyrir að taka af skarið og vinna. Ætli ég þekki mig ekki bara aðeins betur núna.”

Ragnheiður Sara, nýkrýndur Evrópu- og Afríkumeistari í kvennaflokki.
Ragnheiður Sara, nýkrýndur Evrópu- og Afríkumeistari í kvennaflokki.

Auk þess sem Björgvin Karl burstaði aðra keppendur í karlaflokki mótsins voru fleiri Íslendingar sem sýndu stórleik um helgina. Þannig hafnaði Sigurður Hafsteinn Jónsson í 14. sæti og Frederik Aegidius, danskur kærasti Annie Mist sem keppir undir íslenskum fána CrossFit Reykjavík, lenti í 7. sæti. Hinrik Ingi Óskarsson, ein helsta vonarstjarna íslenskra karla í íþróttinni, meiddist á hné í gær eftir að hafa sýnt ótrúlega tilburði í keppninni og neyddist til þess að draga sig í hlé.

Dómaraskandall og hádramatískur lokadagur

Óhætt er að segja að lokakeppni dagsins hafi verið með eindæmum dramatísk í kvennaflokki. Keppt var í kaðlaklifri og svokölluðum thruster-um, þar sem keppendur þurftu að gera þrjár umferðir með fækkandi endurtekningum á innan við sex mínútum. Frá fyrstu sekúndu keppninnar var Þuríður Erla með afgerandi forystu og allt leit út fyrir að hún myndi sigra þennan hluta keppninnar auðveldlega. Þegar dómarinn ógilti – með óbilgjörnum hætti – síðustu endurtekninguna hennar í kaðlaklifrinu, skutust samlandar hennar Annie og Sara fram úr henni auk tveggja annarra keppenda. Þrátt fyrir þennan lygilega dómaraskandal lauk Þuríður Erla þessum hluta keppninnar í 5. sæti og er eins og áður sagði gulltryggð inn á heimsleikana.

Liðsmenn XY. Frá vinstri til hægri: Svana Vigfúsdóttir, Hjördís Ósk Óskarsdóttir, Árni Björn Kristjánsson, Hilmar Arnarson, Sólveig Sigurðardóttir og Sigurður Þrastarson.
Liðsmenn XY. Frá vinstri til hægri: Svana Vigfúsdóttir, Hjördís Ósk Óskarsdóttir, Árni Björn Kristjánsson, Hilmar Arnarson, Sólveig Sigurðardóttir og Sigurður Þrastarson.

Íslendingar framarlega í liðakeppninni

Til viðbótar við frábæran árangur Íslendinga í einstaklingskeppnunum, var árangurinn eftirtektarverður í liðakeppninni. Þrjár íslenskar CrossFit stöðvar sendu lið til þess að keppa fyrir sína hönd í liðakeppninni, CrossFit Reykjavík, CrossFit XY í Garðabæ og CrossFit Sport í Kópavogi. Eftir harða baráttu hirti sænska stöðin Nordic OPEX 1. sætið á mótinu, en Íslendingurinn Björk Óðinsdóttir keppir með liðinu. Í 3. sæti var danska stöðin CrossFit Copenhagen, sem Oddrún Eik Gylfadóttir og Eiríkur Baldursson keppa með. Hin alíslenska CrossFit XY sýndi ótrúlega frammistöðu á mótinu og hafnaði í 4. sæti keppninnar þegar búið var að telja saman stigin. CrossFit Reykjavík tók svo 6. sætið og CrossFit Sport hafnaði í 12. sæti.

– Eftir Árna Friðberg Helgason

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rooney svarar ummælum Tom Brady og segir hann ekki skilja fótbolta

Rooney svarar ummælum Tom Brady og segir hann ekki skilja fótbolta
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eysteinn varar við þessari hættu – „Ungir karlmenn eru í mestri hættu“

Eysteinn varar við þessari hættu – „Ungir karlmenn eru í mestri hættu“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fer í læknisskoðun hjá Liverpool í dag

Fer í læknisskoðun hjá Liverpool í dag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Gummi Magg í Breiðablik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

PSG vann Ofurbikarinn eftir magnaða endurkomu

PSG vann Ofurbikarinn eftir magnaða endurkomu
433Sport
Í gær

Forsetinn um Sancho: ,,Ég vil fá hann jafn mikið og stuðningsmenn“

Forsetinn um Sancho: ,,Ég vil fá hann jafn mikið og stuðningsmenn“
433Sport
Í gær

Real Madrid skoðar kaup á unga enska miðjumanninum

Real Madrid skoðar kaup á unga enska miðjumanninum
433Sport
Í gær

Liverpool ekki tilbúið að selja Konate þrátt fyrir að vera að kaupa tvo

Liverpool ekki tilbúið að selja Konate þrátt fyrir að vera að kaupa tvo