fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024

Galdrakarlinn í Sólheimum

Leikfélag Sólheima frumsýndi Galdrakarlinn í Oz á sumardaginn fyrsta

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 22. apríl 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikfélag Sólheima frumsýndi í gær, sumardaginn fyrsta, leikritið Galdrakarlinn í Oz í íþróttaleikhúsinu á Sólheimum. Með leikstjórn verksins fer Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson.

Sagan af Galdrakarlinum í Oz, eftir L. Frank Baum, kom fyrst út árið 1900. Sagan segir frá ævintýrum litlu stelpunnar Dóróteu, sem lendir í því að fellibylur feykir húsi hennar til framandi töfralands. Dórótea þarf að leita hjálpar hjá galdrakarlinum í Oz til að komast heim, en á leiðinni hittir hún ljón, fuglahræðu og skógarhöggsmann úr tini og saman lenda þau í miklum ævintýrum.

Söngleikur byggður á sögunni kom út árið 1902 og 1939 var gerð kvikmynd byggð á sögunni. Judy Garland fór með aðalhlutverkið og sló myndin í gegn um allan heim. Verkið hefur oft verið sett upp á Íslandi í mismunandi leikgerðum á undanförnum áratugum, en á Sólheimum verður stuðst við leikgerð Ármanns Guðmundssonar, sem gerði hana fyrir Leikhópinn Lottu árið 2008.

Leikfélag Sólheima hefur verið starfandi frá árinu 1931 og er því 85 ára í ár. Leikfélagið sem er skipað íbúum Sólheima og nágrennis, ungum sem öldnum, fötluðum og ófötluðum, hefur í gegnum tíðina tekist á við fjölbreytt verkefni eftir innlenda og erlenda höfunda, klassísk og verkefni sérstaklega samin fyrir leikfélagið.
Fjórar sýningar verða haldnar um helgina og þá næstu, en miða er hægt að tryggja sér í síma 847-5323.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gætu misst trú og þolinmæði á Hollendingnum á Anfield – ,,Menn verða pirraðir mjög fljótlega“

Gætu misst trú og þolinmæði á Hollendingnum á Anfield – ,,Menn verða pirraðir mjög fljótlega“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Út af þessu hafi hrun Liverpool ekki komið á óvart

Út af þessu hafi hrun Liverpool ekki komið á óvart
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Peysan umtalaða er til sölu á um 120 þúsund krónur – Vakti mikla athygli í þáttunum

Peysan umtalaða er til sölu á um 120 þúsund krónur – Vakti mikla athygli í þáttunum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Tvenna Andra Rúnars dugði ekki til gegn FH

Besta deildin: Tvenna Andra Rúnars dugði ekki til gegn FH
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lengjudeildin: Dalvík/Reynir vann ÍBV í fyrstu umferð

Lengjudeildin: Dalvík/Reynir vann ÍBV í fyrstu umferð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar