Eiður Smári Guðjohnsen skoraði sitt fyrsta mark fyrir Molde þegar liðið lagði Lilleström, 4-2, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Eiður skoraði fjórða og síðasta mark Molde úr vítaspyrnu á 65. mínútu leiksins, en hann lagði einnig upp mark í fyrri hálfleik. Eiður lék allan leikinn, en Árni Vilhjálmsson, sem spilar undir stjórn Rúnars Kristinssonar hjá Lilleström, kom inn á sem varamaður og lék síðasta stundarfjórðunginn.
Molde er með 7 stig eftir 3 leiki en Lilleström er með 2 stig eftir jafnmarga leiki. Þriðja umferðin klárast um helgina.
Hér að neðan má sjá myndskeið af marki Eiðs.
El primer gol de Eidur Gudjohnsen con la zamarra de Molde FK. La leyenda continúa. pic.twitter.com/EiaW56HavI
— Fútbol Escandinavo (@ScandiFut) April 1, 2016