fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
433Sport

Jeppe til liðs við KA

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. janúar 2026 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild KA barst í dag ansi góður liðsstyrkur fyrir komandi sumar þegar Jeppe Pedersen skrifaði undir tveggja ára samning hjá félaginu.

Jeppe sem kemur í KA frá Vestra átti heldur betur eftirminnilegt sumar fyrir vestan en hann var lykilmaður í liðinu sem hampaði Bikarmeistaratitlinum og gerði meðal annars sigurmarkið í úrslitaleiknum gegn Val með stórkostlegu skoti fyrir utan teig.

Jeppe lék 26 leiki af 27 leikjum Vestra í Bestudeildinni í sumar en hann gekk í raðir liðsins um mitt sumar 2024 og átti stóran þátt í að Vestri hélt sæti sínu í Bestudeildinni það sumarið.

Jeppe sem er 24 ára gamall danskur miðjumaður er uppalinn hjá Álaborg í Danmörku og lék á sínum tíma 32 leiki fyrir yngri landslið Dana. Fyrir komu hans í Vestra lék hann nokkra leiki með sterku liði Álaborgar auk þess að leika á láni hjá dönsku liðunum Skive, Vensyssel og Kolding.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo
433Sport
Í gær

Hvorugur aðilinn vill nokkuð gefa upp

Hvorugur aðilinn vill nokkuð gefa upp
433Sport
Í gær

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla
433Sport
Í gær

Endar Mason Greenwood hjá Liverpool næsta sumar?

Endar Mason Greenwood hjá Liverpool næsta sumar?
433Sport
Í gær

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

City staðfestir kaup á Antoine Semenyo

City staðfestir kaup á Antoine Semenyo