fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Óskar átti ummæli ársins – „Þetta var geggjað“

433
Miðvikudaginn 31. desember 2025 20:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson gerði upp íþróttaárið með Helga Fannari Sigurðssyni í viðhafnarútgáfu af Íþróttavikunni á 433.is.

Ummæli Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara KR, í viðtali við Fótbolta.net eftir 3-3 jafntefli við Breiðablik í sumar vöktu mikla athygli. Voru þau valin ummæli ársins í þættinum. Gefum Óskari orðið:

„Vegna þess að það er bara það sem við erum. Þar liggur sjálfsmynd okkar, að sækja. Ég hef vísað í Hernán Cortés þegar hann brenndi skip 1519 fyrir utan strendur Mexíkó. Menn höfðu ekkert val, þeir þurftu að fara upp á land og sigra asteka í mikilli undirtölu. Það gildir það sama um þetta. Ég talaði við konuna mína í síðustu viku og hún spurði þar sem við vorum að fara að mæta Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli hvort við ætluðum ekki að fara varkárt inn í leikinn? Ég leit aftur fyrir mig og spurði hana hvort hún sæi einhver skip. Hún sá engin skip. Þá var því svarað, við erum búnir að brenna skipin. Við munum ekki fara niður nema einhver þrýsti okkur niður af krafti eða gæðum sem gerðist í einhverjar þrjár eða fjórar mínútur undir lokin í dag.“

Ótrúleg ummæli og Óskar vel að nafnbótinni kominn. „Þetta var geggjað. Það er mun betra fyrir vöruna sem Besta deildin er að hafa þennan mann í henni. Hann glæðir hana lífi og skemmtilegum fótbolta,“ sagði Kristján.

Umræðan í heild er í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar
433Sport
Í gær

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld
Hide picture