fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar

433
Mánudaginn 29. desember 2025 15:30

Brooklyn og Nicola Peltz-Beckham. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Nicola Peltz virðist hafa skotið á David og Victoria Beckham í áframhaldandi fjölskylduerjum sem snúa að eiginmanni hennar, Brooklyn Beckham.

Undanfarin ár hefur Brooklyn, elsti sonur David og Victoriu, átt í opinberum deilum við foreldra sína. Nýjustu fregnir herma að hann hafi lokað á þau, sem og systkini sín, á samfélagsmiðlum og jafnframt ákveðið að verja jólunum fjarri Beckham-fjölskyldunni. Þetta kom í kjölfar þess að Victoria setti like við myndband þar sem Brooklyn sýndi fylgjendum sínum hvernig hann eldaði kjúkling. Fór það öfugt ofan í hann.

Yfir jólin birtu David og Victoria myndband af sér dansandi við lagið We’ve got nothing to be sorry for, sem margir túlkuðu sem svar til sonarins. Nú virðist Peltz hafa brugðist við með sínum hætti. Hún birti á Instagram með tilvitnun í frönsku leikkonuna Brigitte Bardot. „Ef ég gæti breytt því hvernig fólk kemur fram hvert við annað myndi ég gera það, en þar sem ég get það ekki, held ég mig við dýr,“ sagði þar.

Sama dag deildi Peltz einnig mynd af sér heima hjá foreldrum sínum í Bandaríkjunum með textanum „elska að vera heima.“ Óljóst er hvort Brooklyn hafi verið boðið til fjölskyldu sinnar um jólin og hafnað boðinu eða ekki, en ljóst er að spennan innan Beckham-fjölskyldunnar heldur áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íhuga að reka annan stjórann á nokkrum mánuðum og eru með áhugavert nafn á blaði

Íhuga að reka annan stjórann á nokkrum mánuðum og eru með áhugavert nafn á blaði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United gagnrýnir Amorim harðlega – Opinberar hvernig þessi ummæli hans fóru í leikmannahópinn

Fyrrum leikmaður United gagnrýnir Amorim harðlega – Opinberar hvernig þessi ummæli hans fóru í leikmannahópinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Opinberaði hversu oft hann og Pamela Anderson stunduðu kynlíf á kvöldi

Opinberaði hversu oft hann og Pamela Anderson stunduðu kynlíf á kvöldi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Neitar að framlengja í Sádi og gæti verið á förum í sumar

Neitar að framlengja í Sádi og gæti verið á förum í sumar
433Sport
Í gær

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu
433Sport
Í gær

Óvænt orðaður við United – Gæti verið möguleiki í janúar

Óvænt orðaður við United – Gæti verið möguleiki í janúar