

Fikayo Tomori hefur greint frá því að hann sé ánægður hjá AC Milan og er líklega ekki á förum á nýju ári.
Tomori er mikilvægur hlekkur í liði Milan en hann verður samningslaus sumarið 2027.
Lið á Englandi sýna leikmanninum áhuga en hann er 28 ára gamall en er fæddur í Kanada.
Tomori hefur spilað með Milan síðan 2021 en hann kom til félagsins frá Chelsea þar sem hann er uppalinn.
,,Ég er gríðarlega ánægður hjá AC Milan og þetta er félag í heimsklassa,“ sagði Tomori um eigin stöðu.
,,Ég er aðeins að einbeita mér að því sem gerist á vellinum og umboðsmaðurinn sér um að semja um næsta samning.“