fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Virðist ekki vilja snúa aftur í þjálfun eftir síðustu tvö störf – ,,Mér líður vel í sjónvarpi“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. desember 2025 13:33

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steven Gerrard virðist ekki vera að snúa aftur í þjálfun á næstunni en hann starfar í dag sem sérfræðingur fyrir TNT.

Gerrard er goðsögn í enska boltanum og lék lengi með Liverpool en hann náði mjög góðum árangri sem þjálfari Rangers í Skotlandi um tíma.

Eftir það hélt Gerrard til Aston Villa þar sem hlutirnir gengu ekki upp og síðar fór hann til Al-Ettifaq og var rekinn út starfi.

,,Ég hef verið nokkuð upptekinn undanfarið með fjölskyldunni og við eigum von á barnabarni,“ sagði Gerrard.

,,Við reynum að vera til staðar eins mikið og við getum þess vegna fluttum við aftur heim. Ég er að sjá um fótbolta hjá TNT og þeir leyfa mér að velja mína leiki vegna fjölskylduástæðna.“

,,Mér líður vel í sjónvarpi og er vel til í að sinna því starfi, ég er ekki að leita mér að nýju félagi í dag. Eftir síðustu tvö verkefni þá þarf ég að vera viss umn að það næsta verði það rétta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Watkins tryggði Villa öll stigin gegn Chelsea

England: Watkins tryggði Villa öll stigin gegn Chelsea
433Sport
Í gær

England: Cherki skaut City á toppinn

England: Cherki skaut City á toppinn
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í enska boltanum – Kemur fyrsti sigurinn í dag?

Byrjunarliðin í enska boltanum – Kemur fyrsti sigurinn í dag?
433Sport
Í gær

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“
433Sport
Í gær

Chelsea fær frábærar fréttir fyrir mikilvægan leik

Chelsea fær frábærar fréttir fyrir mikilvægan leik
433Sport
Í gær

Vill of há laun fyrir Barcelona

Vill of há laun fyrir Barcelona
433Sport
Í gær

Svaf hjá frægum manni og gagnrýnir kynlífið – ,,Ekki viss um að þeir væru sáttir með svona frammistöðu“

Svaf hjá frægum manni og gagnrýnir kynlífið – ,,Ekki viss um að þeir væru sáttir með svona frammistöðu“