

Thomas Frank er ekki búinn að missa klefann hjá Tottenham þrátt fyrir erfitt gengi í mörgum leikjum undanfarið.
Þetta segir framherjinn Randal Kolo Muani sem kom til félagsins í sumar en talið er að pressa sé farin að myndast á Frank sem kom einnig í sumar eftir góða dvöl hjá Brentford.
Muani segir að allir leikmenn standi með Frank og vilji alls ekki losna við þann danska.
,,Okkar samband er mjög gott, við tölum saman reglulega og við erum líka með marga mjög góða þjálfara svo ég gæti ekki verið ánægðari með hann,“ sagði Muani.
,,Við stöndum saman og allir eru ánægðir með hans störf. Það er mikið sem við þurfum að gera og undirbúa á næstunni og það er verkefnið í dag.“