

Kylian Mbappe var mættur í stúkuna í Afríkukeppninni í gær er Marokkó gerði 1-1 jafntefli við Malí í riðlakeppninni.
Mbappe er leikmaður Real Madrid á Spáni en hann lék lengi með Paris Saint-Germain í Frakklandi.
Fyrrum liðsfélagi hans, Achraf Hakimi, leikur með Marokkó og spilaði í jafnteflinu.
Mbappe ákvað að mæta til leiks í treyju númer tvö sem er treyja Hakimi og sýndi vini sínum stuðningm fyrir viðureignina.
Frakkinn vakti að sjálfsögðu athygli myndavéla vallarins eins og má sjá hér fyrir neðan.
Franskir miðlar benda mikið á það að Hakimi og Mbappe séu bestu vinir og eru enn mjög nánir þó sá síðarnefndi sé farinn til Spánar.
Kylian Mbappé is at the AFCON to support his friend Achraf Hakimi 🇲🇦💪🏟️ pic.twitter.com/oG8jKt60EI
— 433 (@433) December 26, 2025