

Það voru tvíburar í leikmannahópi Manchester United í gær er liðið vann Newcastle 1-0 í ensku úrvalsdeildinni.
Það eru þeir Tyler og Jack Fletcher en þeir eru synir fyrrum leikmanns United, Darren Fletcher.
Margir leikmenn United eru að glíma við meiðsli þessa stundina og fengu strákarnir báðir pláss á bekknum í sigrinum.
Jack fékk að koma inná sem varamaður í hálfleik og spilaði þar sinn annan deildarleik á tímabilinu – Tyler kom ekki við sögu.
Báðir leikmenn spila á miðjunni og eru taldir efnilegir en pabbinn sjálfur var einnig í stúkunni og fylgdist með gangi mála.