

Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, segir að hann hafi reynt sitt besta til að hjálpa landa sínum Gabriel Jesus sem er í dag mættur aftur á völlinn.
Jesus skaddaði krossband fyrir þónokkru síðan og var lengi frá en sneri aftur í þessum mánuði gegn Club Brugge í Meistaradeildinni.
Martinelli var mikið með Jesus er hann glímdi við meiðslin og reyndi að hjálpa framherjanum að komast í gegnum erfiða tíma.
,,Ég þurfti að glíma við svipuð meiðsli fyrir nokkrum árum og ég veit að það er alls ekki erfitt að missa af svo miklu,“ sagði Martinelli.
,,Þegar ég fékk tækifæri á að vera í kringum hann þá reyndi ég að vera til staðar og ræða við hann því ég veit að þetta er erfitt, jafnvel þó hann sé eldri en ég.“
,,Ég reyndi að vingast við hann eins mikið og ég gat. Hann er einn af þeim sem ég horfði á í sjónvarpinu á yngri árum er hann var hjá Palmeiras.“