

Það eru litlar sem engar líkur á því að miðjumaðurinn Paul Pogba fái að spila aftur fyrir franska landsliðið.
Þetta segir landi hans og fyrrum landsliðsmaðurinn Frank Leboeuf en Pogba er mættur aftur á völlinn eftir að hafa tekið út bann fyrir steranotkun.
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, er mikill aðdáandi Pogba en það kæmi verulega á óvart ef hann verður valinn í landsliðashópinn fyrir HM 2026.
,,Hann er yfir þrítugt og það eru aðrir leikmenn þarna sem hafa sýnt stöðugleika. Það verður erfitt fyrir Deschamps að velja hann,“ sagði Leboeuf.
,,Hann vill kannski taka N’Golo Kante nú þegar… Ef þú ætlar að velja Paul líka þá af hverju ekki að hringja í Antoine Griezmann og jafnvel Zinedine Zidane!? Þetta verður of erfitt.“
,,Ég gef honum fimm prósent möguleika á að vera valinn því ég vil vera vinalegur en að mínu mati er þetta búið.“