

Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Arsenal, Barcelona og Chelsea, hefur tjáð sig um stöðu fyrrum samherja síns, Xabi Alonso, sem er í dag stjóri Real Madrid.
Fabregas öfundar landa sinn ekki neitt í dag en hann er talinn vera valtur í sessi og þarf að takast á við hverja stórstjörnuna á fætur annarri í hverri viku.
Fabregas er sjálfur stjóri Como á Ítalíu og getur ekki ímyndað sér að það sé þægilegt að þurfa að segja stórstjörnu að setjast á bekkinn á leiktíma – eitthvað sem hann kannski kannast ekki við sem þjálfari.
,,Þetta eru allt góðir leikmenn, þeir eiga svo sannarlega allir skilið að spila og hugsa með sér að þeir þurfi að spila,“ sagði Fabregas.
,,Þeir þurfa að gera gæfumuninn, þetta eru leikmenn sem kosta yfir 50 milljónir evra. Þeir eru landsliðsmenn og að glíma við þetta er það erfiðasta sem þú lendir í.“