

Jack Grealish, stjarna Everton, heimsótti skóla í Liverpool borg í vikunni þar sem hann heimsótti ungan dreng. Dreng sem hefur gengið í gengum mikið.
Þrátt fyrir ungan heldur hefur George gengið í gegnum það að missa föður sinn og ömmu sem hann var afar náinn.
Þá er mamma hans að glíma við krabbamein og hefur George verið stoð hennar og stytta í gegnum það erfiða ferli.
Grealish heimsótti George í skólann þar sem hann bauð honum á leik Everton og Arsenal um helgina, þar mun George leiða Grealish út á völlinn.
Grealish mætti einnig með treyjuna sína á svæðið og notaða takkaskó til að gefa George. Auk þess sat hann með honum í jólaföndri.
Allt þetta má sjá hér að neðan.