fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. desember 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaður Pep Guardiola í Manchester er að loka dyrum sínum og er sagður hafa orðið fórnarlamb harðra skattabreytinga í nýju fjárlagafrumvarpi bresku Verkamannaflokksins undir forystu Rachel Reeves fjármálaráðherra.

Veitingastaðurinn Tast Catala, sem er staðsettur við fína götu í Manchester, var reglulega notaður af Guardiola til að taka á móti nýjum leikmönnum Manchester City og meðlimum framkvæmdastjórnar félagsins.

Þar sáust einnig þekktir knattspyrnumenn og þjálfarar á borð við Mikel Arteta og Kevin De Bruyne, sem nutu meðal annars rétta á borð smokkfisk og meira til.

Guardiola opnaði staðinn fyrir sjö árum ásamt Michelin-stjörnukokkinum Paco Pérez með það að markmiði að færa bragð af heimalandi þeirra, Katalóníu, til Englands.

Í yfirlýsingu á heimasíðu veitingastaðarins á þriðjudag kom fram að Tast Catala muni loka núna á laugardaginn. Þar segir að reksturinn hafi staðið frammi fyrir óvenju erfiðum markaðsaðstæðum og auknum kostnaði.

Rachel Reeves hefur sætt harðri gagnrýni fyrir breytingar á fyrirtækjasköttum, sem þýða að veitingastaðir og krár þurfi að bera aukinn kostnað. Samtök veitingageirans, UKHospitality, segja að meðalhækkun gjalda nemi allt að 76 prósentum, sem hefur vakið ótta um að hundruð staða til viðbótar gætu neyðst til að loka á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn
433Sport
Í gær

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar
433Sport
Í gær

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið