fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Borgaði sjálfum sér 253 milljónir í laun á síðasta ára – Starfar mest á Youtube

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. desember 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Goldbridge sem er stjarna á Youtube tengdur Manchester United, hefur byggt upp öflugan vettvang sem hefur gagnast honum á fleiri en einn hátt.

Goldbridge, sem heitir réttu nafni Brent Di Cesare, hefur á undanförnum árum orðið gríðarlega vinsæll á samfélagsmiðlum fyrir umfjöllun sína um Manchester United. Hann hefur byggt upp stóran fylgjendahóp með lifandi og oft vinsælum viðbrögðum sínum í svokölluðum „watch-along“ útsendingum fyrir hvern leik á rás sinni, The United Stand.

Nú hefur komið í ljós að þessi starfsemi hefur einnig verið afar arðbær. Í gegnum fyrirtæki sitt, OMS Investments Limited, sem Goldbridge er eini stjórnandi hjá, greiddi hann sjálfum sér sjö stafa upphæð á síðasta ári. Samkvæmt gögnum frá Companies House nam greiðslan alls 1,5 milljónum punda á tímabilinu frá 31. desember 2023 til 31. desember 2024.

Reikningar sýna jafnframt að eignir OMS Investments Limited árið 2024 námu 4,96 milljónum punda, sem er hækkun um 1,6 milljónir frá árinu 2023.

Auk The United Stand rekur Goldbridge einnig YouTube-rásina That’s Football, þar sem fjallað er um fleiri félög og stærstu fréttir knattspyrnunnar. Í ágúst jókst umfang starfseminnar enn frekar þegar hann fékk réttindi til að sýna valda leiki úr þýsku Bundesligunni á þessu tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Roy Keane urðar yfir Mainoo og bróðir hans – Telur allar líkur á að hann hafi vitað af uppátæki hans

Roy Keane urðar yfir Mainoo og bróðir hans – Telur allar líkur á að hann hafi vitað af uppátæki hans
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Salah æðið heldur áfram í Egyptalandi – 99 prósent þjóðarinnar styðja hann

Salah æðið heldur áfram í Egyptalandi – 99 prósent þjóðarinnar styðja hann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dramatík þegar Newcastle náði sér í miða í undanúrslitin

Dramatík þegar Newcastle náði sér í miða í undanúrslitin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin