fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Salah æðið heldur áfram í Egyptalandi – 99 prósent þjóðarinnar styðja hann

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. desember 2025 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Egyptalandi búa um 120 milljónir manna og í höfuðborginni Kaíró einni saman um 23 milljónir. Til samanburðar er íbúafjöldi Liverpool-borgar rétt undir einni milljón. Þegar maður gerir sér grein fyrir þessu verður auðveldara að skilja hvers vegna reiðin blossaði upp víðs vegar um landið þegar Mohamed Salah gaf umdeilt viðtal 6. desember og sakaði Liverpool um að hafa „kastað sér undir rútuna“.

„Þetta viðtal var eins og bylting í Egyptalandi,“ segir Diaa El-Sayed, fyrrverandi aðstoðarþjálfari egypska landsliðsins, sem hefur þekkt Salah síðan hann var 16 ára.

„99 prósent Egypta styðja Salah og við sáum líka á Anfield að stuðningsmenn Liverpool standa með honum.“

Í breskum fjölmiðlum var Salah hins vegar gagnrýndur harkalega. Jamie Carragher, fyrrverandi varnarmaður Liverpool, kallaði viðtalið „skömm“ og sakaði 33 ára Egyptann um að kasta félaginu undir rútuna. Aðrir töldu hann ranglega hafa loftað óánægju sinni opinberlega.

Í Kaíró er hins vegar allt annað uppi á teningnum. Þar getur „egypski konungurinn“ varla gert neitt rangt. „Áður en Salah kom studdi enginn Liverpool hér,“ segir Noura Essam, íbúi í Kaíró.

„Við áttum enga alþjóðlega fyrirmynd. Þess vegna munum við alltaf styðja Salah.“

Í forsetakosningunum í Egyptalandi árið 2018 strikuðu meira en ein milljón kjósenda út nöfn frambjóðendanna og skrifuðu nafn Salah á kjörseðilinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn
433Sport
Í gær

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar
433Sport
Í gær

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið