fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Las upp bréf frá Vestmannaeyjum þar sem efast er um heilindi Þorláks – „Hann mætti bara strax í Big Ben“

433
Mánudaginn 8. desember 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið rætt og ritað um þá staðreynd að Þorlákur Árnason sagði upp störfum hjá ÍBV sem þjálfari fyrir helgi. Þorlákur sagðist ekki geta sætt sig við að Alex Freyr Hilmarsson væri orðinn framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar.

Alex er leikmaður og fyrirliði ÍBV en þessi ástæða sem Þorlákur gefur upp fellur ekki í Vel Eyjamenn sem telja söguna ekki alveg vera svona.

Kristján Óli Sigurðsson las upp bréf í Þungavigtinni frá Vestmannaeyjum sem hann fékk, þar sem kom fram að Þorlákur hefði samþykkt það að ráða Alex Frey í starfið. Alex hafði misst vinnuna sína og vildi vera áfram í Eyjum, félagið þurfti því að aðstoða hann við að finna vinnu og samkvæmt þessu á Þorlákur að hafa samþykkt það.

Mikael Nikulásson tók þá til máls. „Ég er búin að fá nokkur skilaboð frá Eyjum eftir að ég var að mæra Láka á föstudag, ég fór kannski yfir strikið. Maður þarf að heyra báðar hliðar, það er skrýtið að hann mætir í Big Ben nánast klukkutíma eftir að hann tekur þessa ákvörðun. Ég er ánægður með, flestir hins vegar bíða með að láta heyra í sér. Hann mætti bara strax,“ sagði Mikael.

„Frá nokkrum í Eyjum þá er skitan hjá Láka, hann hafi í tvígang samþykkt það að Alex tæki við þessu. Eins og þetta lítur út fyrir Eyjamönnum, þá eru þeir pottþéttir á því að Þorlákur hafi nýtt þetta dæmi til að koma sér út.“

„Það eru nokkrir Eyjamenn búnir að senda á mig, þeir eru ekki sáttir og telja að það sé brotið á sér í umræðunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Carragher sendir frá sér afsökunarbeiðni – „En þú þarft að haga þér“

Carragher sendir frá sér afsökunarbeiðni – „En þú þarft að haga þér“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt undir hjá Blikum á morgun – Þetta hafa veðbankar að segja

Allt undir hjá Blikum á morgun – Þetta hafa veðbankar að segja
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pétur urðar yfir nýja stjórn á Hlíðarenda – „Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“

Pétur urðar yfir nýja stjórn á Hlíðarenda – „Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“