
Marcus Rashford er nú orðaður við Evrópumeistara Paris Saint-Germain, en framtíð hans er óljós.
Englendingurinn hefur blómstrað eftir að hann gekk í raðir Barcelona í sumar á láni frá Manchester United.
Börsungar geta keypt hann á um 25 milljónir punda næsta sumar samkvæmt ákvæði í lánssamningi hans en ekki er víst hvort félagið geti eða muni nýta sér það.
Nokkur félög fylgjast með ef Barcelona tekst ekki að landa honum og nú er PSG sagt þar á meðal. Félagið ku vera klárt í að borga 40 milljónir punda fyrir hann ef marka má fréttir frá Spáni.
Rashford hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir United, en Ruben Amorim henti honum út í kuldann þar.