
Leeds United er sagt íhuga að skoða Ange Postecoglou eða Brendan Rodgers sem mögulega arftaka Daniel Farke, samkvæmt Talksport.
Liðið er í fallsæti eftir fimm tapleiki í síðustu sex umferðum og þrjú töp í röð. Framundan er erfiður leikjapakki gegn Manchester City, Chelsea og Liverpool og stjórnin er ekki sannfærð um Farke.

Postecoglou er án starfs eftir misheppnaða 39 daga dvöl hjá Nottingham Forest. Óljóst er þó hvort hann vilji snúa strax aftur í ensku úrvalsdeildina, þar sem hann stýrði Tottenham þar til síðasta sumar.
Rodgers, sem hefur unnið bæði FA-bikarinn með Leicester og fjölda titla með Celtic, er einnig talinn opinn fyrir nýju starfi í ensku úrvalsdeildinni, þar sem hann stýrði Liverpool, Leicester og Swansea áður.