
Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, er nú orðinn hluti af World Leagues Association, WLA, sem eru deildarsamtök deilda um allan heim.
Með aðild að WLA fær ÍTF fullt aðgengi að sameiginlegu starfi sambandsins á sviði mótasetningar, viðskiptaþróunar, heiðarleikamála og langtímastefnumótunar. Jafnframt mun sambandið deila sinni reynslu af uppbyggingu nútímalegrar deildar á sérstökum íþróttamarkaði.
Aðildin var formlega staðfest á ársfundi WLA í Aþenu 14. nóvember 2025 af Richard Masters, formanni WLA, og Birgi Jóhannssyni, formanni ÍTF.
„ÍTF er staðráðið í að efla efstu deildir íslensks fótbolta enn frekar. Aðild að WLA gefur okkur mikilvægan vettvang til að skiptast á hugmyndum, læra af sterkum deildum og efla samstarf við samtök sem glíma við sambærilegar áskoranir og deila sama metnaði. Við hlökkum til að vinna með okkar alþjóðlegu samstarfsaðilum,“ segir Birgir.
„Okkur er ánægja að bjóða Íslenskan Toppfótbolta velkominn í WLA. Deildin hefur tekið miklum framförum á síðustu árum og við hlökkum til að vinna með ÍTF að áframhaldandi uppbyggingu sterks og sjálfbærs framtíðarumhverfis fyrir íslenskan fótbolta,“ segir Richard.