fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Stórt skref fyrir ÍTF

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. nóvember 2025 21:30

Birgir Jóhannsson framkvæmdarstjóri ÍTF

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, er nú orðinn hluti af World Leagues Association, WLA, sem eru deildarsamtök deilda um allan heim.

Með aðild að WLA fær ÍTF fullt aðgengi að sameiginlegu starfi sambandsins á sviði mótasetningar, viðskiptaþróunar, heiðarleikamála og langtímastefnumótunar. Jafnframt mun sambandið deila sinni reynslu af uppbyggingu nútímalegrar deildar á sérstökum íþróttamarkaði.

Aðildin var formlega staðfest á ársfundi WLA í Aþenu 14. nóvember 2025 af Richard Masters, formanni WLA, og Birgi Jóhannssyni, formanni ÍTF.

„ÍTF er staðráðið í að efla efstu deildir íslensks fótbolta enn frekar. Aðild að WLA gefur okkur mikilvægan vettvang til að skiptast á hugmyndum, læra af sterkum deildum og efla samstarf við samtök sem glíma við sambærilegar áskoranir og deila sama metnaði. Við hlökkum til að vinna með okkar alþjóðlegu samstarfsaðilum,“ segir Birgir.

„Okkur er ánægja að bjóða Íslenskan Toppfótbolta velkominn í WLA. Deildin hefur tekið miklum framförum á síðustu árum og við hlökkum til að vinna með ÍTF að áframhaldandi uppbyggingu sterks og sjálfbærs framtíðarumhverfis fyrir íslenskan fótbolta,“ segir Richard.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Cunha áfram frá vegna meiðsla – Lengra í Sesko og Maguire

Cunha áfram frá vegna meiðsla – Lengra í Sesko og Maguire
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Veron fær þungan dóm – Neituðu að standa heiðursvörð fyrir meistarana

Veron fær þungan dóm – Neituðu að standa heiðursvörð fyrir meistarana
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var 30 sekúndum á eftir Salah

Var 30 sekúndum á eftir Salah
433Sport
Í gær

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu
433Sport
Í gær

Hákon Arnar allt í öllu í sigri Lille – Eggert Aron byrjaði og Elías Rafn tapaði gegn Roma

Hákon Arnar allt í öllu í sigri Lille – Eggert Aron byrjaði og Elías Rafn tapaði gegn Roma
433Sport
Í gær

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið